. . . . . . . Vi bruger Teigar Rideudstyr

July 9, 2011

ny heimasíða fyrir krakkana – krakkarnir.hafdal.net

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 6:57 pm

Jóhannes bróðir setti upp síðu sem er auðveldari í notkun en þessi fyrir myndir af krökkunum. Það þarf aðgangsorð að henni, en flestir vita nú hvar við búum, sem vilja skoða börnin.

krakkarnir.hafdal.net

June 5, 2011

Sumarblíða

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 10:44 pm

Það er sjaldgæft að frídagar og veðurblíða fari saman. Hér er búið að vera um og yfir 30 stig í sólinni alla helgina, allir heima og svaka gaman. Við Gunnar reyttum arfa, sáðum grasi, fjarlægðum grjót. Þau litlu léku sér í “sundlauginni” og aumingja Erlingur las fyrir efnafræðipróf.

Brosmildur pjakkur.


Sólrún synti í lauginni og æfði sig að kafa.


Var svolítið fyndið að fylgjast með Sigurði Flosa. Han synti með löppunum, en gekk með höndunum.


Alvara lífsins Erlingur “nörd” lærir undir próf. Finnst nú ekki gaman að læra efnafræði en lætur sig hafa það, hefði þó heldur viljað vera að sulla með þeim hinum.

April 2, 2011

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 8:48 pm

Framkvæmdir

Sigurður Flosi kominn í vinnufötin og bíður eftir því að eitthvað fari að gerast

December 24, 2010

Jólatré

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 2:15 am

Áttum von á því að fá jólatré á þriðjudag en sökum veikinda hjá jólatrésmanninum kom ekkert tré. Það voru því góð ráð dýr og allir vinnufærir menn og konur máttu klæða sig í kuldagalla og drífa sig út í skóg.


Svakalega hávaxinn tré, er hálf smeykur við þetta.


Sólrún í leitarferð.


Mamma eigum við að taka þetta tré!


Sigurður Flosi rjóður í kinnum. Þetta er nú hálf erfitt í svona færi og maðurinn datt annsi oft en brasaðist alltaf á fæturnar aftur og hélt áfram.


Aðstoðarmaður nr. 1. Kristian felldi tréð fyrir okkur þar sem Gunnar var að brasa að heiman í allan dag.


Erlingur Þór einbeittur á svipinn við skreytingarnar.


Sólrún teygir sig ógurlega til að ná toppnum og festa stjörnuna.


Hvað er í gangi. Sigurður Flosi sposkur á svipinn rétt eftir að hann var næstum því dottinn af stólnum sem hann stóð á til að ná upp á einhverjar greinar.


Þetta hafðist allt saman, en létt verk þegar allir leggjast á eitt. Jólin mega nú koma, allt er klárt og krakkarnir farnir að sofa, meira að segja Erlingur litli sem vonar að Kertasníkir stytti honum stundir á morgun.

December 5, 2010

Undirbúningur jóla

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 1:50 am

Krakkarnir eru farin að hlakka til jólana og ekki seinna vænna en að fara að sinna þeim verkefnum sem bíða. Snjórinn er kominn, nokkrir pakkar í hús og því var hafist handa við að gera smákökur í dag.


Sigurður Flosi var annsi liðtækur í smákökugerðinni framan af. Þegar leið aðeins á fannst honum best að borða kökurnar. Sem betur fer voru Sólrún, Dagmar og Gustav aðeins vinnusamari og geymdu sínar.


Hún er einbeitt við að lita kökurnar og skreyta.


Sólrún, Sigurður Flosi og Stína litla heimtuðu öll að þessi jólasveinn yrði tekinn fram þó svo að það væri ekki kominn þorlákur.


Sigurður Flosi að klippa. Það þarf að vanda sig hér enda ekki létt verk.

November 20, 2010

Drífum okkur út, mamma mamma sjáðu

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 11:45 am

Það var ekki mikið stuð á mér í morgun rétt rúmlega átta þegar Sigurður Flosi hamaðist og hamaðist við að koma mér úr rúminu. Hann vildi út og það var ekki seinna vænna en að drífa sig. Fyrsti snjórinn er kominn og gerir umhverfið mun skemmtilegra en það hefur verið undarfarið eftir haustrigningarnar.


Sigurður Flosi loksins búinn að koma mér út.


Undirbúningur fyrir snjókast.

November 11, 2010

Að tjá sig með öllu andlitinu

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 3:06 pm

Sigurður Flosi og nokkur svipbrigði.

November 2, 2010

Fyrsti dagurinn á leikskóla

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 12:07 am

Þá er leikskólagangan hafin hjá Sigurði Flosa. Það er búið að vera spenna, kvíði og allt þar á milli. Ég var með honum í rúman klukkutíma í morgun og smellti nokkrum myndum af.


Að sjálfsögðu þurfi sá stutti að hjálpa við nestisgerð. Hann hafði mjög ákveðnar meiningar um hvað ætti að fara með og mér til mikillar ánægju bað hann um rúgbrauð, gullrætur, gúrku og rúsinur svo eitthvað sé nefnt.


Klár í slaginn að morgni dags, fundum þessa fínu batman tösku sem Erlingur átti og gerðum hana upptæka.


Gaman í rólunni.


Hér búinn að átta sig á því að hann yrði skilinn eftir og ekki sáttur. Hann tilkynnti mér það svo í kvöld að ég þyrfti ekkert að fara í vinnu á morgun, gæti bara verið með honum í leikskólanum allan daginn, maður getur lúllað meira að segja, sagði hann mér máli sínu til stuðnings.

October 27, 2010

Sól og sumar á Spáni

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 2:07 pm

Þá er þetta frí búið, var mjög gott og við vorum rosalega heppinn með veður.


Sólrún skívsa lét auðvitað flétta sig smá.


Sigurður Flosi þurfti að sjálfsögðu að gera armbeygjur að hætti íþróttaálfsins þó svo að við værum í fríi. Hér á milli atriði á sýningu í dýragarðinum.


Sigurður Flosi í kastala í Malaga. Alltaf ferð á mínum og ekki smeykur við að skoða heiminn upp á eiginn spítur.


Erlingur gægist fyrir hornið í kastalanum.


Sólrún vildi endilega vita hvort það hefði búið prinsessa í þessum kastala og við vorum viss um að hún hefði verið geymd í þessum turni.


Sólrún skoðar stórt “fiðrildi”. Sigurði Flosa leyst vel á það en brast kjark til að fara alveg að því, enda ekki á hverjum degi að maðurinn sér svona stórt fiðrildi.


Stuð í tivolí.


Bara gaman hjá þeim stóru. Sigurður Flosi öskraði af öllum lífs og sálar kröftum þegar hann mátti ekki fara með.


Þá er fyrst ökutíminn með þessum unga manni yfirstaðinn.


Ég lét mig hafa það að fara í rússibana og það var bara helv.. gaman hjá okkur Erlingi.

September 12, 2010

Íþróttaálfurinn

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 11:11 pm

Sigurður Flosi lítur upp til Batman, Spiderman og auðvitað íþróttaálfsins. Hann fékk flottan búning um daginn og var nátturlega svakalega ánægður með sig.


Svakalega er ég sterkur !!!


Írþóttaálfurinn – svaka flottur.


Sólrún vill nú kannski ekki viðurkenna það, en henni finnst Solla skemmtileg.


Sennilega er Glanni að hrella einhvern hérna, allavega er maður mjög alvarlegur á svipinn.

July 26, 2010

meira úr hitanum

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 2:49 am

Þar sem þau stóru eru á Íslandi er nátturlega bara eitt myndefni á heimilinu. Hann nýtur þess að vera berrassaður flestum stundum. Búið að skifta balanum út fyrir “sundlaug”


Sigurður Flosi flottastu í sinni einka sundlaug.


Slangan góða.


Bara gaman.


Hér er Sigurður Flosi ljón á eftir bráð sinni.


Svaka stuð.


Enn meira stuð.


Hvað er í gangi Siri?

July 11, 2010

Hitabylgja

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 10:56 am

Hér eru allir að bráðna. Hrossinn sveitt undir sjálfum sér, menn hreinlega að leka niður þegar eitthvað þarf að gera.


Sigurður Flosi að hjálpa til í garðinum.


Erlingur Þór gerir kannski meira gang en sá litli og nýbúinn að hreinsa gerðinn.


Hann er farinn að hoppa verulega hátt sá stutti.


Best að vera nakinn í þessum hita og hjóla, getur maður þaðÖ


Auðvitað skiftir engu máli þó ég sé berrassaður.


Ekki alveg sáttur við lífið hérna.

July 4, 2010

Sigurður Flosi í bala

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 10:52 pm

Sá stutti kampakátur í hitanum.


Það er notalegt að kæla sig aðeins.


Ógeðslegt þetta sólkrem.


Komdu mamma það er líka pláss fyrir þig.


Spá í að leggja mig hérna.


Velt ég, velt ég ekki

June 16, 2010

Western í skólanum

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 10:17 pm

Á mánudag var boðið í veislu í skólanum þar sem allir áttu að koma klæddir eins´og í villta vestrinu.


Stjáni og Sigurður Flosi í flottum búningum. Sennilega er hægt að skrifa Wanted undir þessa mynd.


Sólrún kát.


Dagmar er aðeins alvarlegri yfir þessu öllu saman.


Ef einhver ætlar að skjóta er nauðsynlegt að vera nálægt mömmu og skríða í skjól.


Lotta og Stjáni. Ekki annað hægt en að taka hattinn ofan fyrir þeim, að nenna að fara í “búðinga” og mæta í alls konar vitleysu sem vara amma og afi.


Gunnar skuggalegi með Sigurð Flosa alsælan, enda búinn að hafa byssuna af Stjána vini sínum.

May 31, 2010

svakalega er gaman

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 11:27 pm

Þá er kominn ný “græja” á heimilið og búið að taka yfir 1000 myndir af hinu og þessu í dag. Ég er hreinlega með valkvíða – en hér er smá sýnishorn af gullmolunum í Tjele.


Heimasætan er nú alltaf gott myndefni og ég held ég nái Sigrúnarprófinu með þessari mynd (stillt á andlit og komst ekki mikið nær) – eða hvað?


Sá stutti stillti sér upp og ég var bara nokkuð sátt.


Sigurður Flosi víkingur.


Er að fara að hoppa, vanda sig, tungan út.


Jabb gat þetta alveg.


Sólrún fljúgandi.


Erlingur flýgur líka.


Lítill, minni og minnstur. Svakalega er gaman að fljóta um.


Beðið átekta – hvenær fer boltinn af stað.


Valka spennir alla vöðva, tekur á því en……..


Sú gamla er ekkert á því að gefa sig.


Hver er best?

January 6, 2010

Ísveturinn í Danmörku ;-)

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 7:21 pm

Hér er allt á kafi í snjó. Danir eru flestir heima enda geta þeir engan veginn keyrt í þessum “sköflum”. Á leiðinni heim úr vinnu í dag lenti ég nánast í vandræðum með að komast heim vegna þess að maður á fjórhjóladrifnum jepplingi satur fastur í brekkunu á veginum okkar. Þegar hann loksin keyrði út af til að snúa við þar sem hann hafði sig ekki upp brekkuna og setti sig endanlega fastan, vippaði sú gamla sér fram út honum á sínum fjallabíl. Krakkarnir eru hæstaánægð með þetta, enda hafa þau fengið auka frí. Við brugðum á leik og festum þotuna aftan í krossaran og keyrðu nokkrar ferðir, þeim og okkur til mikillar ánægju.


Mikið fjör og bara gaman.


Sólrún sælleg og rjóð í kinnum.

January 1, 2010

Gleðilegt ár

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 1:31 pm

Að venju var veisla hjá okkur um áramótin. Hér er bannað að sprengja en kveikt í brennu í staðinn.


Hvað eruð þið að brasa á túninu mínu gæti Víglundur verið að segja þegar undirbúningur var í fullum gangi.


Gunnar varð að losa um brennuefnið með traktornum enda búið að vera svo mikið frost.


Litli stubbur tveggja ára með brjálað hatt.


Sólrún alltaf jafn sæt og prinsessuleg.


Við erum flottastir við Stjáni vinur minn, enda báðir með bindi.


Flott þetta ljós.


og það logaði glatt að vanda.


Hressastur að morgni dags.

Gleðilegt ár og takk fyrir allt gamalt og gott.

December 25, 2009

Jóla hvað?

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 9:48 pm

Þrátt fyrir pest komu blessuð jólin að vanda prinsum og prinsessu til mikillar ánægju.


Aðal skvísan og takið eftir skónum, ekkert smá ánægð með þessi kaup sú stutta.


Humm, hvað er þetta, best að fytja upp á trýnið, kannski er þetta mjúkur pakki….


Má ég opna þennan núna? Best að flyta sér, kannski skifta þau um skoðun.


Hey Sólrún þú verður að hjálpa mér með þetta, þetta er svo stór pakki.


Hey, E..lin..ur þu verður víst líka að aðstoða við þetta, þetta er hálfgert bras.


Smá flottur, ekki satt. Það er hávaði í þessari vél líka, gott á þau gömlu ;-)


Það var nú helv… gaman að vera lítill, best að prófa þessa fínu vél.


Það besta, jólaísinn og meðþví.


Þau er víst ekki upp á marga fiska þau gömlu.

December 15, 2009

myndir frá því í sumar

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 11:47 pm

Loksins, loksins er myndavélin komin úr viðgerð og búið að fjárfesta í nýju hleðslutæki. Okkur til ánægju voru nokkrar myndir frá því í sumar á minniskubbnum sem við máttum til með að leyfa ykkur að sjá.

lifid
Það segir í einhverjum texta að lífið sé stutt og lukkan smá, mér finnst hún nú bara reglulega stór á þessu augnabliki.

MJ
Lifi minning MJ (ps. ég mátti víst ekki setja þessa inn á fésið)

dansing
og það eru nátturlega dansandi drottningar líka ;-)

strandljon
og strandljón ……

solostrond
og hafmey……….

og svona af því að það er svo mikið að gera hjá mér, ætla ég að láta þetta nægja í bili, hef nefninlega ekki tíma í að hjálpa fólki í áföllum yfir því að það gerist eitthvað á þessar síðu. Það er líka svo stutt til jóla og myndavélin í lagi þannig að ég þori næstum því að lofa að það verði fljótlega fleiri myndir.

July 5, 2009

Börnin mín stór og smá, og milli að sjálsögðu

Filed under: Hitt og þetta — Sigrún @ 10:46 pm

vel2
Sigurður Flosi á vél

velar1
og á annari vél – hann verður sennilega bóndi drengurinn.

dyragardur
Sólrún og vinkona í dýragarði.

dyragr2
Sigling í blíðunni.

Sólrún í hlutverki trölls á söngleik í skólanu. Mér finnst þetta nú snoppufríðara tröll en ég á að venjast :-)

Sólrún í hlutverki trölls á söngleik í skólanu. Mér finnst þetta nú snoppufríðara tröll en ég á að venjast :-)

Erlingur Þór á frumsýningu í byrjun júli. Stóð sig frábærlega og við skemmtum okkur konunglega

Erlingur Þór á frumsýningu í byrjun júli. Stóð sig frábærlega og við skemmtum okkur konunglega

Next Page »

Sigrun & Gunnar - Tjele Skovej 4, 8830 Tjele